Opið er fyrir umsóknir í Sal Myndlistarfélagsins

550877_3331819934665_363560370_n

Opið er fyrir umsóknir fyrir árið 2015 í Sal Myndlistarfélagsins. Salurinn býðst
öllum áhugasömum listamönnum til leigu til sýningahalds. Um er að ræða 150
m2 sal sem er bjartur, rúmgóður og hentar til margskonar sýninga.
Í umsókn þarf að koma fram ferilskrá umsækjanda, myndir af verkum hans,
vefsíða eða facebook síða ef viðkomandi hefur slíkt. Einnig er æskilegt að tekið sé
fram hvernig fyrirhuguð sýning á að vera t.d. málverkasýning, innsetning, textíl,
skúlptúrar o.s.frv.
Verð fyrir hverja viku er 10.000.- kr. fyrir félagsmenn 7000.- kr
Eftirtaldar dagsetningar eru í boði fyrir áhugasama.

1. apríl – 21 apríl
22. apríl – 12. maí
20. maí – 9. júní
17. júní – 7. júlí
8. júlí – 28 júlí
12. ágúst – 25. ágúst
16. sept. – 6. okt.
7. okt. – 20. okt.
11. nóv. – 2. des.

Opið er fyrir umsóknir til 23. mars 2015

Umsóknir sendist á syningastjornak@gmail.com
Fyrir áhugasama er hægt að skoða salinn hér, Salur Myndlistarfélagsins á Facebook https://www.facebook.com/salur.myndlistarfelagsins

Bestu kveðjur

Sýningastjórn

Ásta Bára Pétursdóttir
Ragney Guðbjartsdóttir

Myndlistarfélagið – Kaupvangsstræti 10, 2.hæð – Listagilið – 600 Akureyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband