4.3.2015 | 18:04
Opið er fyrir umsóknir í Sal Myndlistarfélagsins
Opið er fyrir umsóknir fyrir árið 2015 í Sal Myndlistarfélagsins. Salurinn býðst
öllum áhugasömum listamönnum til leigu til sýningahalds. Um er að ræða 150
m2 sal sem er bjartur, rúmgóður og hentar til margskonar sýninga.
Í umsókn þarf að koma fram ferilskrá umsækjanda, myndir af verkum hans,
vefsíða eða facebook síða ef viðkomandi hefur slíkt. Einnig er æskilegt að tekið sé
fram hvernig fyrirhuguð sýning á að vera t.d. málverkasýning, innsetning, textíl,
skúlptúrar o.s.frv.
Verð fyrir hverja viku er 10.000.- kr. fyrir félagsmenn 7000.- kr
Eftirtaldar dagsetningar eru í boði fyrir áhugasama.
1. apríl 21 apríl
22. apríl 12. maí
20. maí 9. júní
17. júní 7. júlí
8. júlí 28 júlí
12. ágúst 25. ágúst
16. sept. 6. okt.
7. okt. 20. okt.
11. nóv. 2. des.
Opið er fyrir umsóknir til 23. mars 2015
Umsóknir sendist á syningastjornak@gmail.com
Fyrir áhugasama er hægt að skoða salinn hér, Salur Myndlistarfélagsins á Facebook https://www.facebook.com/salur.myndlistarfelagsins
Bestu kveðjur
Sýningastjórn
Ásta Bára Pétursdóttir
Ragney Guðbjartsdóttir
Myndlistarfélagið Kaupvangsstræti 10, 2.hæð Listagilið 600 Akureyri
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.