4.3.2015 | 17:55
Martyn Last opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði
Kompan Alþýðuhúsinu á Siglufirði 5. mars 2015-03-04
Fimmtudaginn 5. mars kl. 17.00 opnar Hollenski listamaðurinn Martyn Last sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Martyn er búsettur í Amsterdam en er viðstaddur sýningaropnunina og tekur á móti fólki.
Hann sýnir safn lítilla bronsskúlptúra sem bera yfirskriftina ÚTFLÖTT VERÖLD
Hefðbundið er að setja bronsverk á steinstöpla, en í þessum verkum hefur Martyn tekið afsteypur af hlutum úr daglega lífinu ( sem síðar voru steyptir í brons ) og flatt þá út undir náttúrulegum steinum.
Hér er á ferð samruni nútíma listmiðla sem hefur orðið fyrir áhrifum af harðneskjulegum krafti steinaldar og notast við tækni bronsaldar.
Annar hluti sýningarinnar er innsetning sem hann kallar EINNAR STROKU MÁLVERK
Þar leikur Martyn sér af að búa til málarapensla úr mörgum litlum penslum og málar þannig með einni stroku málverk. Verkið veitir áhorfandanum frekar innsýn í skúlptúr heldur en óhlutbundið málverk.
Einnig sýnir Martyn safn bókverka.
Heitt á könnunni og allri velkomnir.
Nánari upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 8565091
Menningarráð Eyþings, Fjallabyggð og Fiskbúð Siglufjarðar styðja við menningarstarfið í Alþýðuhúsinu.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.