Martyn Last opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

11050714_10203906639963165_1941126202736667164_n

Kompan Alþýðuhúsinu á Siglufirði 5. mars 2015-03-04


Fimmtudaginn 5. mars kl. 17.00 opnar Hollenski listamaðurinn Martyn Last sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Martyn er búsettur í Amsterdam en er viðstaddur sýningaropnunina og tekur á móti fólki.  

Hann sýnir safn lítilla bronsskúlptúra sem bera yfirskriftina  “ ÚTFLÖTT VERÖLD “

Hefðbundið er að setja bronsverk á steinstöpla, en í þessum verkum hefur Martyn tekið  afsteypur af hlutum úr daglega lífinu ( sem síðar voru steyptir í brons ) og flatt þá út undir náttúrulegum steinum.
Hér er á ferð samruni nútíma listmiðla sem hefur orðið fyrir áhrifum af harðneskjulegum krafti steinaldar og notast við tækni bronsaldar.

Annar hluti sýningarinnar er innsetning sem hann kallar “ EINNAR STROKU MÁLVERK “

Þar leikur Martyn sér af að búa til málarapensla úr mörgum litlum penslum og málar þannig með einni stroku málverk.  Verkið veitir áhorfandanum frekar innsýn í skúlptúr heldur en óhlutbundið málverk.

Einnig sýnir Martyn safn bókverka.

Heitt á könnunni og allri velkomnir.

Nánari upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 8565091

Menningarráð Eyþings, Fjallabyggð og Fiskbúð Siglufjarðar styðja við menningarstarfið í Alþýðuhúsinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband