4.2.2015 | 20:35
Thora Karlsdottir sýnir í vestursal Listasafnsins á Akureyri
Laugardaginn 7. febrúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýning Thoru Karlsdottur Skilyrði: Frost. Á sýningunni er snjórinn í aðalhlutverki. Hann er óútreiknanlegur og breytir landslaginu; skapar nýja fleti, veitir birtu og býr til skugga. Nýjar myndir birtast á meðan þær gömlu leggjast í dvala enda er freistandi að nýta snjóinn í listsköpun og þau ótal tækifæri og möguleika sem hann skapar. Lifandi listaverk sem er síbreytilegt tilvist með skilyrði um frost.
Thora Karlsdottir er útskrifuð frá Ecole dArt Izabela B. Sandweiler í Lúxemborg 2008 og Europäische Kunstakademie Trier í Þýskalandi 2013. Hún hefur haldið átta einkasýningar á Íslandi og erlendis og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum um allan heim. Thora rekur vinnustofuna Lifandi vinnustofa í Listagilinu.
Sýningin verður opin sunnudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 12-17. Henni lýkur formlega fimmtudaginn 12. febrúar kl. 15 með lokunarteiti.
Sýningin er hluti af sýningaröð sem hófst 10. janúar og mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Habby Osk, Brenton Alexander Smith og Jóna Hlíf Halldórsdóttir hafa þegar sýnt og nú stendur yfir sýning Kristjáns Péturs Sigurðssonar, Þriggja radda þögn og Rauða. Aðrir sýnendur eru í tímaröð: Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson.
https://www.facebook.com/events/612832722182593
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.