Arnar Ómarsson með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

large_arnar_vefur

Þriðjudaginn 3. febrúar kl. 17 heldur myndlistarmaðurinn Arnar Ómarsson fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Skáldið og staðreyndin. Þar mun Arnar ræða fyrri verk og hugmyndir sem byggja grunninn að næstu sýningu hans, MSSS, sem opnar í vestursal Listasafnsins laugardaginn 28. febrúar næstkomandi. Viðfangsefni sýningarinnar er hlutverk skáldskapar í mótun staðreynda með áherslu á tækni og geimrannsóknir.

Þetta er þriðji Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri.

Dagskrá vetrarins:

10. febrúar
Pi Bartholdy, ljósmyndari

17. febrúar
Margeir Dire Sigurðsson, myndlistarmaður

24. febrúar
Guðmundur Heiðar Frímannsson, heimspekiprófessor 

3. mars
Elísabet Ásgrímsdóttir, myndlistarkona

10. mars
Katrín Erna Gunnarsdóttir, myndlistarkona

17. mars
María Rut Dýrfjörð, grafískur hönnuður

24. mars
Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar

31. mars
Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi við Háskólann á Akureyri

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/events/414270212068620


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband