Hola í vinnslu opnar í vestursal Listasafnsins á Akureyri

large_hola_vefur

Laugardaginn 24. janúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýningin Hola í vinnslu. Þar sýna nemendur úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri verk í sköpun undir leiðsögn Jónu Hlífar Halldórsdóttur, myndlistarmanns, stundakennara við Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólann á Akureyri og formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna. Á undanförnum árum hefur Jóna Hlíf verið afar virk í sýningarhaldi bæði á einka- og samsýningum auk þess sem hún hefur aðstoðað við sýningar í tengslum við Höggmyndagarðinn og Myndhöggvarafélagið. Nemendurnir breyta vestursal Listasafnsins í eina stóra vinnustofu og vinna þar fram á síðasta dag, fimmtudaginn 29. janúar, en þá verður sýningin tilbúin og opnuð formlega. Áhugasamir gestir geta komið og átt samtal við nemendurna og jafnvel haft áhrif á ákvörðunartöku er varðar verk og uppsetningu þeirra.

Nemendurnir eru: Atli Tómasson, Elísabet Ásgrímsdóttir, Hallrún Ásgrímsdóttir, Heiðdís Hólm, Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir, James Cistam, Jónína Björg Helgadóttir, Karen Dögg Geirsdóttir, Margrét Kristín Karlsdóttir, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Snorri Þórðarson, Steinunn Steinars og Tinna Rós Þorsteinsdóttir.

Sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Habby Osk hefur þegar sýnt og nú stendur yfir sýning Brenton Alexander Smith en aðrir sýnendur eru í tímaröð Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson.

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/events/1533892103534972


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband