James E's Cistam sýnir í Gallerí Ískáp og Pöddufull Praktík í Útibúinu

10422473_552076771593436_289835520322015267_n

Laugardagur, 10. janúar, 14:00 - 17:00.

James E's Cistam
Brotálfar frá annarri vídd.

Á sýningunni "Brotálfar frá annarri vídd vinnur James með hugmyndir og verk Terence McKenna. McKenna var bandarískur heimspekingur, plöntufræðingur og rithöfundur. Hann vann mikið með ofskynjunaráhrif plöntunar og sá brotálfa (Machine Elves) þegar hann var undir áhrifum. James tekur brotálfana hans McKenna og útfærir þá og mótar að sínu eigin hugarfari og liststíl. James vinnur mikið með liti og form og útfærir viðfangsefni sín með hjálp tónlistar og hreyfingar.

James er nemandi á þriðja ári á Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri. Hann hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum á Akureyri, vann spreyverk í Listagilinu á Akureyri á Akureyrarvöku 2014 og hélt sína fyrstu einkasýningu í Menntaskólanum á Akureyri vorið 2014.

Verk eftir James er að finna á Facebook-síðu hans: Cistam, James E. E.

Gallerí Ískápur er staðsettur í Samlaginu, sem er staðsett á Vinnustofum Listamanna í Portinu, Kaupvangsstræti 12 (Listasafnið), gengið inn að ofan og aftan.

-------------------

Í Útibúinu opnar sýningin "Pöddufull Praktík" eftir Samlagið.

Í Samlaginu eru: Heiðdís Hólm, Ívar Freyr og Jónína Björg.

Útibúið verður staðsett í Listagilinu, leitið og þér munuð finna!

Aðeins þennan eina dag!

Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Hólm, í síma 848-2770 eða tölvupósti heiddis.holm hjá gmail.com

https://www.facebook.com/events/702516243197506


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband