8.1.2015 | 22:29
SALT VATN SKÆRI (KYNNING)
Við viljum bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin laugardaginn 10. janúar að Kaupvangstræti 23, þar sem við opnum dyr íbúðarinnar á þessum fyrsta Gildegi ársins.
Þar munum við kynna ykkur fyrir þeirri starfsemi sem mun eiga sér stað næstu mánuði auk þess að rekja sögu og þróun SALT VATN SKÆRI síðustu fimm ára, í máli og myndum.
Við munum veita svör og bjóða upp á gosvatn úr bónus og örbylgjupopp í massavís. Vonumst til að sjá sem flesta frá 14:00 - 17:00
SALT - VATN - SKÆRI
ER HEITI Á ÓÚTGEFINNI NÓVELLU OG VÍÐÞÆTTU SAMSTARFSVERKEFNI HEKLU BJARTAR HELGADÓTTUR OG FREYJU REYNISDÓTTUR.
VERKEFNIÐ FER FRAM Í ÍBÚÐ Í LISTAGILINU Á AKUREYRI AÐ KAUPVANGSTRÆTI 23 ÞAR SEM LISTAMENNIRNIR MUNU BÚA OG STARFA Í ÞRJÁ MÁNUÐI. ÍBÚÐIN VERÐUR AÐ SÍBREYTILEGU SÝNINGARRÝMI ÞAR SEM VERKEFNIÐ SNÝR FYRST OG FREMST AÐ LISTRÆNNI TÚLKUN Á TEXTABROTUM NÓVELUNNAR SALT - VATN - SKÆRI SEM ÁÆTLUÐ ER TIL ÚTGÁFU SÍÐAR Á ÁRINU 2015.
ÍBÚÐIN MUN ÞVÍ BREYTAST STÖÐUGT TIL AÐ FANGA OG SVIÐSETJA SÖGUHEIM BÓKARINNAR OG BÝÐST ÁHORFENDUM AÐ GANGA INN Í LANDSLAG OG HUGARÁSTAND HENNAR OG UPPLIFA VERKIÐ MEÐAL ANNARS Í FORMI GJÖRNINGA, MYNDBANDSVERKA, HLJÓÐVERKA OG INNSETNINGA.
MIKIÐ VERÐUR LAGT UPP ÚR AÐ SKYNJUN ÁHORFENDA VERÐI MYNDRÆN EN ÞESS AÐ AUKI VERÐA TEXTABROT AÐGENGILEG HVERJU SINNI.
3 MÁNUÐIR - 6 OPNANIR
www.salt-water-scissors.com
https://www.facebook.com/events/1510063612616282
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.