,,SENN ER SÓLARLAG" í Mjólkurbúðinni

10888663_10152535961732231_2543570428938953016_n

„SENN ER SÓLARLAG“

Sýning á teikningum KRISTINS G. JÓHANNSSONAR  verður opnuð í „MJÓLKURBÚÐINNI“  Kaupvangsstræti, laugardaginn  10. janúar  kl. 14.00 . Sýningin er  síðan opin tvær næstu helgar kl. 14-18 og lýkur sunnudaginn 25. janúar.
                                                                          
Kristinn  efndi til fyrstu sýningar sinnar á Akureyri 1954 en sýndi fyrst í Reykjavík 1962 í
Bogasal Þjóðminjasafnsins  og sama ár tók hann fyrsta sinni þátt í Haustsýningu FÍM í Listamannaskálanum.
Kristinn G hefur síðan sýnt oft og víða hér á landi og erlendis.  En „Senn er sólarlag“

Kristinn G. Jóhannsson um sýninguna:

Löngu er tilgangslaust, finnst mér, að setja á langar ræður eða skýringar á verkum þeim,  sem ég sýni hverju sinni, enda ég einatt við sama heygarðshornið og málverkið lýtur sínum lögmálum og fer sínu fram hvað sem hver segir.Ég  gríp því til sama ráðs og ég sé algengt er hjá meiri og minni rithöfundum og snillingum að þeir birta utan á bókum sínum dóma og umsagnir, þ.e. hvað aðrir hafa sagt um fyrri verk þeirra, ef mætti verða til glöggvunar verðandi lesendum. Sjaldan eru þar verstu umsagnirnar. Mér verður þeirra dæmi.  Svo vill til að ég á í fórum mínum umfjöllun um verk sem eru einmitt af sama toga og þau sem hér ber fyrir augu.  Annars vegar um brekkurnar og speglun þeirra í Pollinum og hins vegar um krítarmyndir, svarthvítar, frá fjörrum dögum.

„........Mér þóttu krítarmyndir hans skemmtilegastar og verður líklega að leita til  heimskreppunnar fyrir stríð til að finna hliðstæðu......“. ( Jónas Guðmundsson, Tíminn 29. Okt. 1982.)

„.......Krítar- og dúkristumyndir Kristins G. eru persónulegar og sannar og bera vott um mikla svartlistarhæfileika.........“ (Þjóðviljinn 29. Okt. 1982)

„.......Kristinn málar með þunnum olíulitum og í mörgum lögum ásamt því að fara stundum með sandpappír yfir yfirborð myndanna í lokin.  Þetta dregur fram textiláferð strigans og gerir myndirnar mýkri og loðnari og um leið lífrænni.  Það virðist eins og Kristinn sé í mismunandi ham eftir því hvaða hluta myndarinnar hann er að vinna.  Útfærslan á brekkunum gefur tilfinningu fyrir gegnheilli, andlegri og upphafinni skynjun á landinu, sem er allt að því líkamleg meðan speglunin í pollinum neðst í myndunum virðist hafa allt aðra eiginleika.  Þar speglast fjörugir litir á glansandi yfirborðinu, hugmynd sem gæti vísað til ímyndunaraflsins og hins fljótandi huga gegnt hugmyndinni um upplifun líkamans.  Þessi samsláttur ólíkra efnislegra yfirborða í myndunum er kannski áhugaverðari í hugmyndinni en í útfærslunni.  Hins vegar eru þetta sterk persónuleg einkenni listamannsins og aðal verkanna er einmitt sú persónulega nálgun sem í þeim býr, sú sálræna dýpt, sem birtist í síendurteknu samtali listamannsins við átthagabrekkur , sem voru og eru.....“ (Þóra Þórisdóttir, Morgunblaðið 2006)
 
Kristinn G. Jóhannsson (1936).  Stúdent frá MA 1956 og lauk kennaraprófi 1962.  Starfaði við kennslu og skólastjórn á Patreksfirði, Ólafsfirði og Akureyri í tæpa fjóra áratugi.   Hann stundaði listnám hjá Jónasi Jakobssyni, myndhöggvara og Hauki Stefánssyni , málara,  á Akureyri, en síðar í Reykjavík og í Edinburgh College of Art.  Hann efndi til fyrstu sýningar sinnar á Akureyri 1954 en sýndi fyrst í Reykjavík 1962 í Bogasal Þjóðminjasafnsins  og sama ár tók hann fyrsta sinni þátt í Haustsýningu FÍM í Listamannaskálanum .  Hefur síðan sýnt oft og víða hér á landi og erlendis.  En „Senn er sólarlag“

https://www.facebook.com/groups/289504904444621


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband