Elísabet Geirmundsdóttir og Habby Osk í Listasafninu á Akureyri

Elisabet_vefur2

Laugardaginn 10. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær fyrstu sýningar ársins í Listasafninu á Akureyri. Í mið- og austursal má sjá yfirlit á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni, en í vestursal sýnir Habby Osk undir yfirskriftinni (Ó)stöðuleiki. Síðarnefnda sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Aðrir sýnendur eru Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson.

Elísabet Geirmundsdóttir var fjölhæf alþýðulistakona sem er þekktust fyrir höggmyndir þó hún gerði einnig málverk og teikningar, myndskreytti bækur, hannaði hús og merki og samdi ljóð og lög. Það er afar viðeigandi að á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi skuli vera sett upp yfirlitssýning á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur í Listasafninu á Akureyri, þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu hennar. Sýningin, sem er unnin í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri og fjölskyldu Elísabetar, stendur til 8. mars.

Í tengslum við sýninguna verður öllum leikskólabörnum á Akureyri boðið í sérstaka heimsókn á Listasafnið til að sjá sýninguna og vinna myndverk út frá henni sem tengjast fjörunni. Laugardaginn 17. janúar býður Norðurorka til smiðju fyrir börn og fullorðna í gerð snjóskúlptúra og einnig verður í febrúar efnt til flutnings á ljóðum og lögum Elísabetar í samvinnu við Tónlistarskólann á Akureyri.

Habby Osk býr og starfar sem myndlistarmaður í New York en hún útskrifaðist frá AKI ArtEz Institute of the Arts í Enschede í Hollandi 2006 og School of Visual Arts í New York 2009. Hún hefur haldið fimm einkasýningar á Íslandi og í Bandaríkjunum og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim.

Hugtökin stöðugleiki og jafnvægi eru megininntak sýningarinnar. Leitin að stöðugleika og jafnvægi er sífelld og síbreytileg. Eftir að stöðugleikanum og jafnvæginu er náð er einnig krefjandi að viðhalda þeim. Ástand þessara hugtaka er mjög viðkvæmt því á svipstundu geta þau breyst í andhverfu sína; óstöðugleika og ójafnvægi. Oft er það hægara sagt en gert að ná fyrra ástandi. Bæði þessi hugtök gegna mikilvægu hlutverki í víðu samhengi og á mörgum sviðum eru þau ástand sem er eftirsóknarvert að vera í. Fimmtudaginn 15. janúar kl. 15 verður lokunarteiti sýningarinnar.

Listasafnið er opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.

http://listasafn.akureyri.is

https://www.facebook.com/listasafnid.akureyri

https://twitter.com/AkureyriArt

http://instagram.com/listak.is

10897845_871475289540981_1728147398277615018_n


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband