31.12.2014 | 12:00
Freyja Reynisdóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði
FJÖGUR MÁLVERK
Freyja Reynisdóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði, nýjársdag. Sýningin stendur til 5. febrúar. Til sýnis verða fjögur málverk sem Freyja vann á staðnum og mynda þau eitt verk.
Hér er ég að búa eitthvað til fyrir áhorfandann, hvað svo og hvernig sem hann síðan ákveður að þetta sé. Þetta er kannski eitthvað sem á upphaf eða enda, eins og setning, taktur, hljóðtíðni eða hreyfing. Kannski er þetta hluti af stærri heild. Stöðug þróun frá einu að örðu eða tvístraðar útgáfur af sömu rót. Fjögur málverk.
Freyja Reynisdóttir, fædd 1989 býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist vorið 2014 frá Myndlistaskólanum á Akureyri og hefur síðan þá starfað sem listamaður hér á Íslandi, í Evrópu og í Bandaríkjunum.
www.freyjareynisdottir.com
Verið hjartanlega velkomin í Alþýðuhúsið á Siglufirði. Það verður hátíðleg smá-opnun á gamlárskvöld en sýningin verður opin öllum frá 18:00, fimmtudaginn 1. janúar 2015!
Koman er opin daglega kl: 14:00-17:00, eða þegar skiltið er úti. Einnig er hægt að hafa samband við Aðalheiði S. Eysteinsdóttur í síma: 865-5091
Menningarráð Eyþings, Fiskbúð Siglufjarðar og Fjallabyggð eru bakhjarlar Alþýðuhússins.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.