STYRKTARSJÓÐUR GUÐMUNDU ANDRÉSDÓTTUR AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM

logo-listasafn

STYRKTARSJÓÐUR GUÐMUNDU ANDRÉSDÓTTUR AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI ÚR SJÓÐNUM Á ÁRINU 2014

Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 9321 er markmið hans ,,að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms” en stofnfé sjóðsins er arfur samkvæmt erfðaskrá Guðmundu Andrésdóttur listmálara sem lést árið 2002. Ráðstöfunarfé sjóðsins eru raunvextir af höfuðstól og verður í ár ráðstafað 1.8 milljónum króna. Veittir verða þrír styrkir að upphæð 600.000 krónur hver.

Sjóðurinn styrkir myndlistarmenn til framhaldsmenntunar og er æskilegt að umsækjendur hafi lokið BA prófi í myndlist eða sambærilegu námi. Hægt er að sækja um styrk til lengri eða skemmri námsdvalar erlendis, þó aldrei skemur en til sex mánaða. Umsókn skal fylgja ítarleg greinargerð um fyrirhugað nám ásamt meðmælabréfi og upplýsingum um fyrra nám og starfsferil.

Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2014.
Umsóknir merktar styrktarsjóðnum skulu sendar Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittar í síma Listasafns Íslands 515 9600. Stefnt er að úthlutun eigi síðar en 18. desember næstkomandi.

Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband