Kazuko Kizawa með fyrirlestur í Ketilhúsinu

Kazuko

Í dag, þriðjudaginn 9. desember, kl. 17 heldur japanska listakonan Kazuko Kizawa fyrirlestur í Ketilhúsinu þar sem hún mun fjalla um sýningu sína Spectrum – Polarljós sem opnar í Deiglunni næstkomandi laugardag, en þar sýnir hún verk sem unnin eru útfrá norðurljósunum. Á fyrirlestrinum, sem fer fram á ensku, mun Kazuko einnig fjalla um eldri verk og myndlistarferil sinn.

Kazuko Kizawa vinnur í margskonar miðla s.s. innsetningar, video, ljósmyndir, málverk og þrívídd. Hennar meginþema er ljós og litir. Hún hefur sýnt verk sín víða í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum.

Fyrirlesturinn er á vegum Gilfélagsins og aðgangur er ókeypis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband