Ingibjörg Berglind sýnir í Mjólkurbúðinni

10676225_10152455868447231_5191588756708246683_n

Ingibjörg Berglind Guðmundsdóttir opnar sýninguna HUG-SJÓN í Mjólkurbúðinni í listagili, laugardaginn 6. desember kl. 14.

Ingibjörg er grafískur hönnuður og útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2014.

Sýningin HUG-SJÓN er fyrsta einkasýning Ingibjargar og hefur að geyma blek og pennateikningar af manneskjum. Þessar manneskjur verða að persónum mjög fljótt í ferlinu, þar sem tilfinningar fá að flæða undan áhrifum hugsana og umhverfis.

Sýningin stendur yfir helgina 6.-7. desember og er opið kl. 12- 17.

Allir velkomnir.


Mjólkurbúðin Listagili s. 8957173


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband