3.12.2014 | 12:11
Aflsgjörningur og sýning á Akureyri Backpackers
Ungmennahúsið í samstarfi við Þuríði Önnu Sigurðardóttur efnir til listasýningar á Akureyri Backpackers þann 6. desember frá kl. 13-18.
Sýningin er okkar liður í þátttöku 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið, sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember, er alþjóðlegt og skipulagt af Miðstöð fyrir alþjóðlega forystu kvenna/ Center for Womens Global Leadership. Síðustu 23 ár hefur alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi verið tileinkað baráttu og skipulagningu á aðgerðum til þess að binda endi á ofbeldi gegn konum bæði á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.
Markmið okkar með sýningunni er að varpa ljósi á bága fjárhagsstöðu Aflsins, sem er samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi hér á Akureyri.
Á sýningunni verða videoverk og ljóð til sýnis, listaverk og fatnaður til sölu og vel verður tekið á móti frjálsum framlögum. Allur ágóði rennur óskertur til Aflsins.
Hlökkum til að sjá ykkur kæru vinir.
Fyrir ykkur sem sjáið ykkur ekki fært að mæta en viljið leggja ykkar af mörkum þá tekur Aflið á móti frjálsum framlögum ♥
Bankareikningur: 566 -26-2150
Kennitala: 690702-2150
https://www.facebook.com/events/753632301379073
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.