Erwin van der Werve opnar sýningu í Flóru

63431_872252739472489_7467228285224169293_n

Erwin van der Werve
Innrömmuð rými
29. nóvember - 23. desember 2014
Opnun laugardaginn 29. nóvember kl. 14
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is/

Laugardaginn 29. nóvember kl. 14 opnar Erwin van der Werve sýninguna “Innrömmuð rými” í Flóru á Akureyri.

Erwin van der Werve er menntaður frá Willem de Kooning Academi í Rotterdam og útskrifaðist árið 2002. Hann var skiptinemi við Listaháskóla Íslands í Reykjavík árið 2001.
Hann hlaut startstipendium í Hollandi árið 2003 og er búin að starfa sem myndlistamaður upp frá því. Árið 2004 var hann með vinnustofu í Klink og Bank í Reykjavík. Eftir að hann lauk námi hefur hann búið á Íslandi, í Hollandi og Noregi og eftir dvöl í gestavinnustofunni í Listagilinu á Akureyri árið 2012 ákvað fjölskyldan að flytja til Akureyrar og hér hafa þau búið frá janúar á þessu ári. Erwin er nú með vinnustofu í Grasrót á Akureyri. Erwin hefur sýnt verk sín í Hollandi, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Kína og á Íslandi.

Á sýningunni í Flóru mun Erwin sýna brot af rúmlega 600 teikningum og málverkum sem hann hefur unnið að síðastliðin 10 ár. Oftast vinnur Erwin með innsetningar í rými og þessar teikningar eru af landslagi eða mismunandi rýmum og ef til vill ekki svo ólíkar því þegar horft er út um glugga.

Nánari upplýsingar um verk Erwins van der Werve má finna á http://www.erwinvanderwerve.nl/
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru fimmtudaga og föstudaga kl. 11-18 og laugardaga kl. 11-16. Sýningin stendur fram á Þorláksmessu, þriðjudaginn 23. desember 2014.


Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.

https://www.facebook.com/events/819199351454539

10177247_872252662805830_6325446797595989359_n

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband