19.11.2014 | 22:33
In Love we trust í Gallerí Ískáp / Súper Öfundsjúkur Eiginmaður í Útibúinu
In Love we trust:
in God we trust was adopted as the official motto of the United States in 1956.
It first appeared on U.S coins in 1864 and has appeared on paper currency since 1957.
23. Davíðssálmur
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
Laugardaginn 22. nóvember, kl. 14:00 opnar Hekla Björt Helgadóttir, listrænn stjórnandi Geimdósarinnar, listamaður og skáld, sýninguna "In Love we trust" Í Gallerí Ískáp á vinnustofunum í Gilinu.
-------------------------------------------------------------------------------
Heiðdís Hólm og Jónína Björg Helgadóttir opna sýninguna "Súper Afbrýðissamur Eiginmaður" í Útibúi Gallerí Ískáps á sama tíma. Hann verður staðsettur einhversstaðar í Listagilinu, leitið og þér munuð finna!
Á "Súper Afbrýðissamur Eiginmaður" verður hugarástand afbrýðisams eiginmanns rannsakað, með sálfræðilegum og heimspekilegum aðferðum. Alls ekki siðferðislegum.
Aðeins þennan eina dag! Allir hjartanlega velkomnir!
Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Hólm, í síma 848-2770 eða tölvupósti heiddis.holm hjá gmail.com
Kaupvangstræti 12, 600. Listasafnshúsið/gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til.
https://www.facebook.com/events/1566114643621304
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.