Menningarsúpa í Grasrót

logo-menningarrad
Akureyrarstofa og  Menningarráð Eyþings í samvinnu við Grasrót- skapandi samfélag 
boðum til  MENNINGARSÚPU þriðjudaginn 18. Nóvember kl 11:30 – 13.
Fundarstaður er Grasrót – skapandi samfélag, Hjalteyrargötu 20. Gengið inn að austan.  
 
Efni fundarins:
Starfsemi Grasrótar – skapandi samfélags.
Sóley Björk Stefánsdóttir
....og gengið með áhugasama um króka og kima húsnæðisins í lok fundar. 
 
Creative Europe og innlendir menningarsjóðir
Ragnhildur Zoega frá Rannís
Ragnhildur býður fundarfólki viðtöl eða spjall í kjölfar fundarins.
 
Sjónlistamiðstöðin/Listasafnið á Akureyri og Listasumar
Hlynur Hallsson, safnstjóri.
 
Eins og áður er súpan á 1500 kr. sem greiðist á staðnum. Við nærum okkur um leið og við viðum að okkur upplýsingum.
 
Vinsamlegast staðfestið komu ykkar með því að hafa samband við okkur.
 
Ekki hika við að deila fundarboðinu til félaga sem mögulega hefðu áhuga á menningarsúpunni okkar.
 
Með afar góðri kveðju,
Kristín Sóley, Akureyrarstofu og Ragnheiður Jóna, Menningarráði Eyþings.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband