Aðalsteinn Þórsson með Þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu

sjalfsm 

Þriðjudaginn 4. nóvember kl. 17 heldur myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Þórsson fyrirlestur í Ketilhúsinu á Akureyri undir yfirskriftinni Hugleiðing um eigið starf  þar sem hann fjallar um eigin feril og verk.

Aðalsteinn Þórsson lauk meistaragráðu í frjálsri myndlist frá AKI2 í Enschede í Hollandi árið 1998 og hefur síðan búið og starfað lengst af í Rotterdam. Aðalsteinn kennir um þessar mundir við fagurlistadeild Myndlistaskólanns á Akureyri og á kvöldnámskeiði í teikningu við sama skóla.

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem er sá sjötti í röð fyrirlestra sem haldnir eru í Ketilhúsinu á hverjum þriðjudegi kl. 17 undir yfirskriftinni Þriðjudagsfyrirlestrar.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Stefán Boulter, Rósa Júlíusdóttir, Giorgio Baruchello og Guðmundur Ármann Sigurjónsson.

https://www.facebook.com/events/1612473045646551 

http://listasafn.akureyri.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband