Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri með Þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu

JonGunnar 

Þriðjudaginn 28. október, kl. 17 heldur leikstjórinn Jón Gunnar Þórðarson fyrirlestur í Ketilhúsinu á Akureyri undir yfirskriftinni Rannsóknarvinna leikstjórans. Þar fjallar hann um rannsóknarvinnuna er liggur að baki þremur sýningum sem hann hefur sett upp; LiljuDjáknanumog Makbeð. Vinnan fólst m.a. í rannsókn á óhugnanlegum heimi mansals, leitinni að djáknanum og þeirri spurningu hvort hægt sé að rekja ættir Akureyringa til skoska konungsins Makbeð.

Jón Gunnar útskrifaðist með BA í leikstjórn frá Drama Center í London árið 2006. Hann hefur unnið sem atvinnuleikstjóri á Íslandi, í Englandi og Finnlandi. Hann hefur einnig unnið sem aðstoðarleikstjóri í The Royal Shakespeare Company og hjá Vesturporti. Jón Gunnar hefur haldið fjölda námskeiða, leikstýrt áhugaleikfélögum og stjórnað Götuleikhúsinu í Reykjavík.

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem er sá fimmti í röð fyrirlestra sem haldnir eru í Ketilhúsinu á hverjum þriðjudegi kl. 17 undir yfirskriftinni Þriðjudagsfyrirlestrar.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Aðalsteinn Þórsson, Stefán Boulter, Rósa Júlíusdóttir, Giorgio Baruchello og Guðmundur Ármann Sigurjónsson.

http://listasafn.akureyri.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband