Bryndís Arnardóttir opnar einkasýningu í Mjólkurbúðinni

10689960_10152384701682231_1298035673610311556_n 

 

Bryndís Arnardóttir opnar einkasýninguna STEFNIS SVANNI í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 25.október kl. 15.


Stefnis svanni er titill 20. Einkasýningar  Bryndísar Arnardóttur eða Billu eins og flestir þekkja hana.  

Billa hóf listnám í Belgíu árið 1978 og hélt áfram í Myndlistaskólanum á Akureyri í fagurlistadeild og útskrifaðist þaðan árið 1986.


Auk myndlistarstarfa hefur Billa fengist við kennslu og rannsóknarstörf, en hún lauk M.ed. gráðu 2009, með áherslu á kennslufræði listgreina við Háskólann á Akureyri. Nær samfellt frá árinu 1998 til 2013 starfaði hún sem myndlista og listasögukennari við Verkmenntaskólann á Akureyri , en er nú komin inná nýjan vettvang þar sem ný stofnað fyrirtæki hennar   Listfræðslan, fræðslusetur listgreina þjónustar fullorðna námsmenn á vegum Símenntunarmiðstöð Eyjagjarðar, SIMEY. Einnig starfa hún sem aðjúnkt prófessor við University of Central Florida í Bandaríkjunum þar sem kennir verðandi myndlistarkennurum  að kenna myndlist. Næsta verkefni hennar á sviði myndlistarinnar er að undirbúa sýningu í Gimli á slóðum Vestur- Íslendinga  á næsta ári.


Í málverkum hafa konur og tilvist þeirra löngum verið viðfangsefni Billu.

Í þessari sýningu veltir hún fyrir sér hlutverki kvenlíkamans  á stefni skipa fyrr á öldum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband