Portið um helgina

10374529_10204749852008213_7454108932562794723_n 

Það verður mikið um að vera í Portinu bak við Listasafnið á Akureyri, nú á laugardaginn! Það verða opnar vinnustofur og sýningaropnanir í hverjum kima! Nú fer hver að verða síðastur að koma og skoða þetta skemmtilega samfélag listamanna. Við ætlum okkur að klára þetta með látum og munum leika á alls oddi nú á laugardaginn! Í boði verður m.a.: 

Samsýning listamanna í Anddyrinu, en hún ber heitið: Á förum

Gallerí Ískápur / Gallery Fridge: Tinnu Rós Þorsteinsdóttur opnar sýninguna *bling*bling*

Sýning í Geimdósinni, Brák Jónsdóttir opnar sýninguna Hugafluga

Samsýning í Útibúinu (Útibú Gallerí Ískáps): Heiðdís Hólm, Ívar Freyr Kárason og Jónína Björg Helgadóttir opna sýninguna Turkísblá hafmeyja. Leitið að óvæntum Ísskáp í Gilinu!

Það verður opið milli 14-17 á laugardaginn og allir eru velkomnir, stórir sem smáir, háir sem lágir!

https://www.facebook.com/events/1507792642811328/1507916889465570 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband