15.10.2014 | 14:51
*bling*bling* í Gallerí Ískáp / "Túrkísblá Hafmeyja" í Útibúinu
Laugardagur, 18. október, 14:00 - 17:00.
Í Gallerí Ískáp opnar sýningin *bling*bling* eftir Tinnu Rós Þorsteinsdóttur.
Kaupvangstræti 12, 600 Akureyri. Listasafnshúsið/gengið inn úr portinu, fyrir ofan, baka til.
*bling*bling* skoðar neyslusamfélagið sem við lifum í. Neysla sem segir að allt þurfi stöðugt að breytast, að útlitið skipti öllu að ekkert megi standa í stað.
Neysla sem er knúin áfram af óþolinmæði, ofhleðslu, dýrkun, græðgi, áráttu og óhófi.
Tinna Rós Þorsteinsdóttir er nemi á Fagurlistardeild Myndlistaskólans á Akureyri. Hægt er að sjá verk eftir Tinnu á fb-síðu hennar, Tinna Royal.
Gallerí Ískápur er staðsettur í Samlaginu, sem er staðsett á Vinnustofum Listamanna í Portinu, Kaupvangsstræti 12, gengið inn að ofan og aftan.
-----------------------------------------------------------------------------
Í Útibúinu opnar sýningin "Túrkísblá Hafmeyja" eftir Samlagið.
Hugleiðingar um veruleika eða óveruleika hafmeyju ef hún er túrkísblá.
Í Samlaginu eru: Heiðdís Hólm, Ívar Freyr og Jónína Björg.
Útibúið verður staðsett í Listagilinu, leitið og þér munuð finna!
Aðeins þennan eina dag!
https://www.facebook.com/events/316764695174518
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.