Snorri Ásmundsson sýnir í sal Myndlistarfélagsins

Fimmtudaginn 25. September klukkan 20:00 opnar Snorri Ásmundsson sýningu sem hann nefnir "ok?" í sal Myndlistarfélagsins í Kaupvangsstræti 10 á Akureyri. Þetta er sölusýning og verkin á sýningunni vann Snorri að mestu leyti á Akureyri og eru bæði teikningar og málverk auk þess sem hann verður með gjörninga. Snorri dvelst í Davíðshúsi um þessar mundir en eftir dvölina fer Snorri til Los Angeles í vinnustofudvöl og þar mun hann dvelja í nokkra mánuði. Snorri er með mörg járn í eldinum og þar á meðal er kvikmynd sem hann er að vinna ásamt Tyrfingi Tyrfingssyni og Marteini Þórssyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband