Karin Leening opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

10701988_10152294930707231_1487866214481558711_n

Bjarnarkonan - Karin Leening opnar myndlistasýninguna "Undraverðar, Bjarnakonur, litrík blóm og aðrar verur" í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á laugardaginn 13.september kl. 14:00.

Um myndlistasýninguna:

Hefur þú kynnst ljóskindinni, orkubirninum eða ljóni gróandans?
Þau lifa í list Karinar Leening, sem kallar sjálfa sig gjarnan Bjarnarkonu.
Birnir heilla Karin “Birnir eru fullir orku og eru öryggið uppmálað”.
Í list Bjarnarkonunnar skjóta oft upp kollinum undraverðustu verur og dýrkonur sem byggja okkur óþekkta heima.
“Fegurð sakleysisins og hins barnslega heillar mig algjörlega”.

Sýning Bjarnarkonunnar "Undraverðar, Bjarnakonur, litrík blóm og aðrar verur" stendur til 28. september
Opnunartími: Föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl 14.00 – 17.00.
Allir velkomnir

Mjólkurbúðin er á facebook https://www.facebook.com/groups/289504904444621/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband