Victor Ocares opnar sýningu í Deiglunni á Akureyri

teminus-1024x567

Laugardaginn 6. september kl. 15 verður opnuð í Deiglunni á Akureyri sýning Victors Ocares, Hotel Terminus. Á sýningunni leikur hann sér að hugtökum á borð við óvissa og þekking og veltir fyrir sér hvort mörkin þar á milli séu í rauninni jafn skýr og af er látið.

Victor Ocares útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013. Listsköpun hans er lituð dulhyggju sem leitar meðal annars fanga í heimspeki og vísindum. Á sýningunni notar Victor margvíslega miðla, eins og tónverk, skúlptúra og myndverk.

Sýningin stendur til 5. október og er opin þriðjudaga-sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/730177353703137

http://listasafn.akureyri.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband