14.8.2014 | 23:31
Allt er ömurlegt í Geimdósinni
Ég vil að allt snúist um mig og ég vil vera þátttakandi í þróuðum kapítalisma nútíma samfélagsins.
Útgáfu Allt er ömurlegt magasín 4 eftir Egil Loga Jónasson, verður fagnað í Geimdósinni laugardaginn 16. ágúst næstkomandi.
Tímaritið er gefið út í tíu tölusettum eintökum og kostar stykkið 1000 krónur.
Allt er ömurlegt magasín er gefið út af föndraranum Drengnum fengnum og inniheldur ást, tilfinningar og erótík.
Tölublað fjögur er unnið útfrá ljóðinu Glannreiðar eftir Heklu Björt Helgadóttur:
Glannreiðar
Nú bærist ei nafn kærleikans
í hjörtum ungra sveina sem kalla sig vilja merakónga
Mundandi beislin
innan brundbleyttra vara
nakinna útglenntra meyja
er þeir ríða á hlemmiskeiði
en hvað fela þeir undir því?
Síður bærist nafn kærleikans
í brjóstum ungra meyja
er kalla sig vilja gljátíkur
Ambáttir hvimleiðra þarfa
annara en þeirra sjálfra
en hvað fela þær undir því?
Sannmenntuð kona gleðinnar
drengur sem ákallar glannreiðar
útspýttu börnin gæfunnar þjökuð af samlífsstreitu
allt saman
hugnæm samvera
í gervingu
hamslausra samfara
Varla þarf að minna fólk á hve velkomið það er
og ef einhver vill afla sér frekari upplýsinga um Drenginn eru þær að finna hér:
https://www.facebook.com/drengurinn
http://www.drengurinn.portfoliobox.me/
ókei.
https://www.facebook.com/events/611196158998565
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.