11.8.2014 | 19:42
ANÍTA HIRLEKAR SÝNIR Í HVÍTSPÓA ART GALLERÝ
VERIÐ VELKOMIN Á OPNUN SÝNINGU ANÍTU HIRLEKAR Í HVÍTSPÓA ART GALLERÝ Á AKUREYRI
FIMMTUDAGINN 14. ÁGÚST KL. 20:00
Á sýningunni sýnir Aníta masterslínu sína úr Central Saint Martins í London.
Í línunni leikur Aníta sér að því að nota hefðbundnar handversk aðferðir á nútímalegan hátt
og er útkoman listrænn glamúr með áherslu á óvenjulegar litasamsetningar, sterkan persónuleika og hreinar, kvenlegar línur. Á sýningunni má sjá átta alklæðnaði og eru allar flíkurnar handsaumaðar.
Aníta flutti frá Akureyri til London árið 2006 til að hefja nám í Central Saint Martins í London. Hún lauk BA gráðu árið 2012 í fatahönnun með áherslu á print og útskrifaðist með mastersgráðu árið 2014 með sérhæfingu í textíl.
Masterslína hennar var valin til sýninga á London Fashion Week fyrir Haust/Vetur 2014.
Anita vann nýlega til virtra verðlauna fyrir línuna á International Talent Support á Italíu, sem er alþjóðleg keppni sem styður við unga hönnuði.
Aníta hefur víðtæka reynslu á sviði hönnunar og hefur m.a. starfað hja Diane Von Furstenberg og J Crew í New York, Christian Dior í París, Ashish Gupta í London og Diesel á Ítalíu. Einnig vinnur hún sjálfstætt fyrir ítalskt tískuhús sem listrænn ráðgjafi.
Fjallað hefur verið um hönnun Anítu m.a. á Vogue UK, Style.com, Vogue Italia, I D magazine, Anothermag.com, Stylebubble, Showstudio.com og Elle UK.
https://www.facebook.com/events/1465495657041048
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.