23.5.2014 | 12:33
Jónína Björg Helgadóttir sýnir í Geimdósinni
Salt Vatn Skömm
Laugardaginn 24. maí heldur Jónína Björg Helgadóttir sýninguna Salt Vatn Skömm í Geimdósinni, Kaupvangsstræti 12. Sýninguna vinnur hún út frá ljóði Heklu Bjartar Helgadóttur, ljóðskálds og sýningarstjóra Geimdósarinnar. Sýningin er ein í röð af sýningum sem haldnar hafa verið í Dósinni af mismunandi myndlistamönnum sem vinna þar með ljóð Heklu. Að þessu sinni eru það formin og jafnframt formleysið sem spila aðalhlutverkið í myndverki Jónínu Bjargar.
Sýningin stendur frá kl. 14-17 laugardaginn 24. maí
Kaupvangsstræti 12, gengið inn að aftan.
Frekari upplýsingar gefur Jónína Björg á netfanginu joninabh@gmail.com
www.joninabjorg.com
salt vatn skömm
Þær drukku te í rauðu eldhúsi, Hind og Babúska.
Sandalviður, plastrósir, og þær játuðu margrar syndir.
Hindin sagði Babúskunni: ég er aldrei nógu falleg
ekkert sem ég geri
Babúskan leiddi Hindina að speglinum. Kvöldsólin vægðarlaust kastsljós, á meðan hún dróg af henni klæðin við spegilinn.
Hún sagði henni að horfa. Lengi. Stara. Lengur. Á meðan hún renndi niður kjólnum, lét hann falla á gólfið, ýtti hlýrunum niður handleggina og snerti nektina. Hægt en örugglega, krosslagði hún fingur yfir naflann.
Fegurðin eins og öræfin. Erfið að komast yfir, þó unaðsleg að sjá. En aldrei jafn stórbrotin, eins og eftir að þú klífur þau
Og Hindin horfði lengi, starði lengur, og hún sá að líkaminn varð formlaus, án lína, óviðráðanlegur eins og flóðbylgja
og hann rann undan höndum Babúskunnar og á brakandi gólffjalirnar, seytlaði í rifurnar og dropaði í smáum skömmtun, undir húsið.
Hún var salt, hún var vatn, hún var skömm
undir fingrum, undir hælum, undir rós
og þegar Babúskan hnýtti á hana fjallaskó og rétti henni skæri
reisti hún síðustu vörðuna á öræfahörundið lausa:
þú ert salt þú ert vatn
vertu sönn
Hekla Björt Helgadóttir
https://www.facebook.com/events/663259453721943
https://www.facebook.com/geimdosin
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.