Listamannsspjall og sýningarlok í Flóru

10320512_764609846903446_787058974625103517_n

Helga Sigríður Valdemarsdóttir
Þræðir
22. febrúar - 17. maí 2014
Sýningarspjall fimmtudaginn 15. maí kl. 20-21
Sýningarlok laugardaginn 17. maí
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/758529120866678

Fimmtudagskvöldið 15. maí kl. 20-21 verður Helga Sigríður í listamannsspjalli í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri og allir eru velkomnir.

Nú eru einnig síðustu forvöð að sjá sýningu Helgu Sigríður “Þræðir” en hún hefur verið framlengd til 17. maí.

Helga Sigríður er fædd á Akureyri árið 1975. Hún útskrifaðist úr VMA af myndlista- og handíðabraut og er með diploma í myndlist frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Helga hefur tekið þátt í samsýningum Myndlistarfélagsins og haldið nokkrar einkasýningar og sýningin í Flóru er hennar sjöunda einkasýning.
Á sýningunni gefur að líta málverk sem Helga Sigríður hefur unnið á þessu ári.

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga til laugardaga kl. 12-16.
Næsta sýning í Flóru er á verkum Kristínar G. Gunnlaugsdóttur og opnar hún 14. júní.

Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.

14020107-1024x576


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband