Opnun ljósmyndasýningar á Bókasafni HA

maribel

„Mengun í lífkerfi sjávar – Verur í viðjum“

Maribel Longueira

Staður: Bókasafn Háskólans á Akureyri
Stund:  Fimmtudagur 8. maí, kl. 16.00.

„Við erum fólk á krossgötum sögunnar og ögurstundu fyrir framtíð jarðarinnar. Sambúð manna og umhverfis og þáttur þeirra í verndun eða eyðileggingu náttúrunnar er hnattrænt viðfangsefni. Myndunum er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um þennan veruleika.“

Á sýningunni er að finna myndir eftir spænsk-galisísku listakonuna og ljósmyndarann Maribel Longueira. Í myndunum er fléttað saman ásýnd barna, kvenna og karla sem tilheyra mismunandi kynþáttum, og hlutum sem standa fyrir sóun sem viðgengst í menningu okkar. Listakonan vinnur með eld og eyðileggingu náttúrunnar og umbreytir slíkum ímyndum í nýjar sjónrænar myndlíkingar. Augu sjáandans opna glugga og birta okkur tálsýnir um möguleika á öðrum og öðruvísi heimi.

Eiginmaður Maribel er galisíska skáldið Francisco X. Fernández Naval  og verður hann með í för. Við opnun sýninganna mun hann flytja nokkur ljóð sem tengjast efni sýningarinnar.

Að sýningunni standa Stofnun Vilhjálms Stefánssonar í samstarfi við  Hugvísindasvið Háskóla Íslands, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Bókasafn Háskólans á Akureyri. Sýningin nýtur styrks frá Þróunarsjóði EFTA EEA.


Sýningin verður opin fram eftir sumri á Bókasafni Háskólans á Akureyri. Sýningin er öllum opin.

Bókasafn Háskólans á Akureyri

Sólborg, Norðurslóð 2

IS-600 Akureyri, Ísland

Sími: 460 8050/4608060


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband