Mekkín Ragnarsdóttir í Geimdósinni

1610050_10152421456178707_8502958752668665241_n

TÍtú Tútí

Ég fann TÍgrisdýr á Túngötunni!
í hversdagslegri hrúgu
úr laufblöðum og ryki
Við TÚngötuna
lá TÍgrisdýrið

Ég setti það í vasann
gekk með það heim
og fann því svo góðan stað
uppi á hillu

Það var til að muna
að tígrarnir leynast víða
jafnvel í hversdagslegum hrúgum
úr laufblöðum og ryki

by hekla björt helgadóttir


Dósin er komin á flug á ný og lækkar flugið ekki hót þetta sumarið. Það er opnun... það er aftur opnun!

Að þessu sinni gerist Mekkín Ragnarsdóttir geimfari Dósarinnar og fékk ljóðið TÍtú TÚtí eftir Heklu Björt, til að vinna með.
Mekkín fer skemmtilega leið með nálgun sinni á ljóðinu, því auk þess að hafa fengist mikið við málverkið í list sinni, hefur hún töluverða reynslu af leikhúsi og leikmyndahönnun. Árið 2006 stofnaði hún leikfélagið Silfurtunglið ásamt fleirum og hefur hannað fjölmargar leikmyndir og búninga fyrir atvinnu- og áhugamannaleikhús. Má þá nefna Fool for Love, Lilja, Saknað, Hárið og fleiri. Hún hefur einnig unnið hjá ítalska leikstjóranum Firenzu Guidi í leikfélaginu ELAN og No Fit State Sircus sem physical performer.

Með þennan bakgrunn og reynslu ákvað Mekkín því að hanna smágerða leikmynd í kringum ljóðið og sviðsetja því textann sem þrívíða myndasögu!

Í raun er sjón sögu ríkari og Dósin býður alla velkomna á laugardagskvöldið næsta (26. apríl) klukkan 20:00 að staðartíma.



ást og friður, dós og kliður!

Geimdósin. Kaupvangsstræti 12. Listasafnshúsið, gengið inn úr portinu að ofan, baka til.

https://www.facebook.com/events/304396946383836


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband