Ásta Bára Pétursdóttir sýnir í Mjólkurbúðinni

1977107_655005957887571_6873555638302876840_n

Ásta Bára Pétursdóttir opnar sýninguna VIÐ í Mjólkurbúðinni í Listagilinu laugardaginn 12.apríl kl. 15.

Á sýningunni sýnir Ásta Bára olíumálverk og viðfangsefni sýningarinnar erum við sjálf og athafnir okkar við leik og störf.

Ásta Bára útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2008. Hún er einnig í Myndlistarfélaginu og starfar þar í sýningarstjórn.

Sýningin VIÐ er opin laugardag og sunnudag kl. 14-17 og verður opið yfir páskana. Sýningunni lýkur 20.apríl.

Allir velkomnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband