Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu í Árósum

1655936_10203115959958339_167784717_n

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýninguna "Án Umhugsunar" á Institut for (X) í Árósum, Danmörku. Hún hefur dvalið þar síðastliðnar tvær vikur og unnið að mörgum minni verkum sem fjalla um sjálfsmyndina og hvernig óstjórnleg þörf til að skapa endurspeglar sjálfið. Verkin eru unnin úr fundnu efni m.a. plast, pappír, tré, járn, spottar og margt fleira. Aðalheiður talar um að í þessum verkum hugsi hún með höndunum. Sköpunargleðin tekur völdin og útkoman er óskilgreindur afrakstur hrárrar sköpunar. Hún hverfur aftur til óttalausra hugmynda barnsins á sama tíma og yfirvegaða og reynsluríka listakonan skín í gegnum verkin.



Fyrir frekari upplýsingar um sýninguna eða Institut for (X) hafið samband við arnar@freyjulundur.is eða í síma +45 51931842


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband