Sigurður Pétur Högnason opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

lofgjor

Sigurður Pétur Högnason listmálari opnar málverkasýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu, laugardaginn 1. mars kl. 15.

Sýningin kallast KÆR LEIKUR sem er tilvísun í leik að litum og formum í málverkunum. Einnig segir Sigurður Pétur að listin hafi byrjað sem kærkominn leikur hjá sér og síðan varð ekki aftur snúið. Sigurður Pétur hefur alla tíð haft mikinn áhuga á myndlist, tónlist, ljósmyndun og hverskonar sköpun. Það varð til þess að hann sótti nám í Myndlistarskóla Arnar Inga og við Myndlistarskólann á Akureyri á árunum 1997-1999. Hann vinnur við listmálun á vinnustofu sinni í Njálshúsi í Hrísey, en Þar er Sigurður Pétur með gallerí þar sem hann sýnir málverkin sín.
 
Sýning Sigurðar Péturs KÆR LEIKUR í Mjólkurbúðinni stendur til 9.mars.
Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eru allir velkomnir.

author_icon_22133

Sigurður Pétur s.8481377
Mjólkurbúðin er á facebook - vertu vinur :)
https://www.facebook.com/groups/289504904444621


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband