Síðasta sýningarvika raunveruleikagjörnings Curvers Thoroddsen í Ketilhúsinu

CurverThoroddsen_Sjonlista

Curver Thoroddsen
Verk að vinna/Paper Work
Síðasta sýningarvika
 
Komið er að síðustu sýningarviku raunveruleikagjörnings Curvers Thoroddsen, Verk að vinna/Paperwork, sem staðið hefur í Ketilhúsinu á Akureyri síðan um miðjan janúar. Þar hefur listamaðurinn lokað sig af frá umheiminum og farið allsnakinn í gegnum og grisjað tugi ára af uppsöfnuðum blöðum, pappír og bréfsefni. Þessi persónulega flokkun og endurskoðun helst í hendur við eldri verk Curvers.
 
Sýningin hefur verið afburða vel sótt og hlotið mikla og verðskuldaða athygli.
 
Gjörningnum lýkur sunnudaginn 16. febrúar og þá hefur listamaðurinn verið við iðju sína í 30 daga samfleytt. Árangurinn er sannarlega sýnilegur enda hafa safnast upp stórir haugar af pappírskurli.
 
Ketilhúsið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband