Victor Ocares sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

599743_323827207697623_2100142756_n

Laugardaginn 11. jan. kl. 15.00 opnar Victor Ocares sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Victor verður á staðnum og tekur á móti fólki, allir velkomnir.

Léttar veitingar í boði.

 

Blöð/Rec

Victor  útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013. Listsköpun hans er lituð af  dulhyggju og snertir á flötum heimspeki, vísinda og annarra greina. Hugmyndir eru soðnar saman úr ýmsum áttum til að koma af stað aflvaka í hugum áhorfenda. Í verkum sínum notast hann við margvísleg efni og miðla, og gæti afraksturinn allt eins skilað sér í tónverki, í formi skúlptúra eða málverka...

Á sýningunni „Rec“ einbeitir hann sér að teikningum og skúlptúrum, skoðar meðal annars tengslin milli sköpunar og varðveislu. Varðveislu hughrifa og streymi hugsana í tíma. Teikningar af augnblikum og spor eftir samræður úr lífi listamannsins. Er hægt að taka mynd þar sem efnis- og hugarheimar mætast ? Þar sem hugar mætast?

Kompan er gallerý í miðju Alþýðuhússins á Siglufirði í eigu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur.

Aðalheiður er nú að hefja þriðja starfsár sitt í húsinu og hefur staðið fyrir margþættri menningarstarfssemi þar í bland við eigin listsköpun.

542103_4110800003076_1639728755_n


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband