6.1.2014 | 16:43
Sýningarlok á laugardaginn hjá Jóni Laxdal í Flóru
Jón Laxdal
Blaðsíður
16. nóvember 2013 - 11. janúar 2014
Sýningarlok laugardaginn 11. janúar
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1387836291459094
Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýninguna Blaðsíður sem myndlistarmaðurinn Jón Laxdal Halldórsson hefur sett upp í Flóru á Akureyri. Sýningunni lýkur laugardaginn 11. janúar 2014.
Á sýningunni gefur að líta fjölda nýrra verka eftir listamanninn, bakkar á borði, lágmynd og fuglahús. Auk þess eru til sýnis á skjá 189 verk unnin úr Sunnudagsblaði Tímans en þau má einnig sjá á þessari slóð: http://freyjulundur.is/jonlaxdal
Jón hefur lengi verið virkur í menningarlífinu á Akureyri. Hann átti hlut að rekstri Rauða hússins og var í hópi þeirra sem hófu Listagilið á Akureyri til vegs og virðingar. Jón kom eftir krókaleiðum inn í myndlistina. Hann nam heimspeki við HÍ og hefur látið að sér kveða í skáldskap með útgáfu nokkurra ljóðabóka.
Jón hefur haldið á þriðja tug einkasýninga ásamt þátttöku í fjölda sýninga bæði heima og erlendis. Verk eftir hann eru í eigu safna og safnara víða um heim.
Upplýsingar um Jón Laxdal og verk hans má finna á heimasíðunni http://www.freyjulundur.is
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga kl. 12-18 og þriðjudaga til laugardaga kl. 12-16.
Næstu sýningar í Flóru verða með Helgu Sigríði Valdemarsdóttur sem opnar 22. febrúar og Kristínu G. Gunnlaugsdóttur sem opnar 14. júní.
Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bækur, Heimspeki, Vefurinn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.