Guðrún Pálína sýnir í Populus Tremula

palina_1222512.jpg

PORTRETT

Laugardaginn 30. nóvember kl. 14 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir bæjarlistamaður Akureyrar 2013 myndlistarsýninguna Portrett í Populus Tremula í Listagilinu á Akureyri. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 1. desember milli klukkan 14 og 17. Hún stendur bara þessa einu helgi. Verkin vann Guðrún Pálína fyrri part þessa árs en síðan í september hefur hún dvalið í Berlín og sinnir list sinni þar fram á vor. Afrakstur þeirrar vinnu verður sýndur seinna. Á sýningunni í Populus verða sýnd portrettmálverk með akryllitum á pappír.

Guðrún Pálína er Akureyringur, búsett og starfandi á Akureyri síðan 1991 að hún sneri heim aftur eftir 16 ára búsetu í Svíþjóð og Hollandi. Hún nam myndlist í KV-konstskola í Gautaborg og AKI, í Enschede i Hollandi og framhaldsnám í Jan van Eyck Akademie í Maastricht í sama landi. Hún hefur ásamt eiginmanninum rekið listagalleríið Gallerí+ , í Brekkugötu á Akureyri síðan 1996. Hún hefur einnig skipulagt fjölda samsýninga og viðburða á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband