Opnar vinnustofur í Flóru, laugardaginn 30. nóvember

flora.jpg

Vegna síendurtekinna fyrirspurna opna listamenn og hönnuðir í Flóru vinnustofur sínar næstkomandi laugardag 30. nóvember kl. 12-16. Fólki gefst þá loksins tækifæri til að ganga um neðri hæðir hússins í Hafnarstræti 90, forvitnast, skoða, spá, spekúlera, ræða málin, fá sér kaffi og meðþví og hitta annað skemmtilegt fólk.

Hér veitist innsýn inn í það sem listamenn og hönnuðir hússins eru að vinna að, betra tóm gefst til að skoða og fólki býðst að kaupa beint af viðkomandi ef þess er óskað. Þau sem verða með opið eru María Dýrfjörð í http://mariacreativestudio.com, Inga Björk í https://www.facebook.com/IngaBjorkMyndlist, Hlynur Hallsson http://hallsson.de, Kristín Þóra Kjartansdóttir, félagsfræði og textíll http://floraflora.is og ef til vill fleiri.

Auk þess er sýning “Blaðsíður” eftir Jón Laxdal Halldórsson opin og hægt að sjá 202 verk eftir hann og á þessari slóð er einnig hægt að sjá 189 verkanna: http://freyjulundur.is/jonlaxdal

Aðgangur er ókeypis, verið öll velkomin.

https://www.facebook.com/events/597313320322758

flóra, hafnarstræti 90, 600 akureyri, 6610168, floraflora.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband