Ólafur Sveinsson með málverkasýningu á veitingahúsinu Friðrik V.

dscn1874.jpg

"610 Made in China MS723 entering the Icelandic highlands"

Laugardaginn 30.nóvember opnar Ólafur Sveinsson málverkasýningu á leikfangamyndum sínum, á veitingahúsinu Friðrik V. Laugavegi 60, 101 Reykjavík. Opnunin er frá kl 15-16. Allir eru velkomnir. Sýningin stendur yfir allan desember, yfir hátíðirnar og fram á næsta ár.

Leikfangamyndir Ólafs er flest allar unnar með olíu og Feneyjaterpentínu á striga og sýna leikföng hans og barna hans, ýmist sem uppstillingar, minningar um eitthvað sem var eða að verkin hafa skírskotun í samtímann með jafnvel pólitískum undirtón. En sjón er söguríkari. Verkin eru unnin á síðastliðnum 12 árum. Ólafur hefur sýnt leikfangamyndir áður bæði hér heima og erlendis. En í tímariti Skýja, 1 tlb. 2002  þar sem fjallað var um Ólaf og verk hans. Segir Þórdís Lilja Gunnarsdóttir „ Á hillum vinnustofunnar hvíla lúin leikföng æskunnar. Mótorhjól í tugatali, kappakstursbílar, bangsar og dúkkur.  Á öðrum stað myndir af hraðskreiðum köggum, Dodda dúkkustrák og Mikka mús. Þær eru ótrúlega raunsæjar og geta hæglega sent mann rakleiðis í tímavélina og til ömmu í mjólkurglas og æskufjör. En eru þetta málverk handa börnum ? „ Nei, nei. Miklu frekar barninu í hinum fullorðnu“         Svaraði Ólafur þá, en málverk eru og verða jafnt fyrir börn og fullorðna. Sköpun er lykillinn að skilningi segir hann í dag.

Sýningin er opinn á opnunartíma Friðriks V, sem er Þriðjudaga-föstudaga frá kl. 11.30 -13.30 og frá kl. 17.30, Laugardaga er opið frá kl. 17.30. Lokað á sunnudögum og mánudögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband