11.11.2013 | 10:56
Jón Laxdal Halldórsson sýnir ný verk í Flóru
Jón Laxdal
Blaðsíður
16. nóvember 2013 - 18. janúar 2014
Opnun laugardaginn 16. nóvember kl. 14
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1387836291459094
Laugardaginn 16. nóvember kl. 14, á degi íslenskar tungu opnar myndlistarmaðurinn Jón Laxdal Halldórsson sýningu með nýjum verkum í Flóru á Akureyri. Sýningin ber titilinn "Blaðsíður".
Jón hefur lengi verið virkur í menningarlífinu á Akureyri. Hann átti hlut að rekstri Rauða hússins og var í hópi þeirra sem hófu Listagilið á Akureyri til vegs og virðingar. Jón kom eftir krókaleiðum inn í myndlistina. Hann nam heimspeki við HÍ og hefur látið að sér kveða í skáldskap með útgáfu nokkurra ljóðabóka.
Jón hefur haldið á þriðja tug einkasýninga ásamt þátttöku í fjölda sýninga bæði heima og erlendis. Verk eftir hann eru í eigu safna og safnara víða um heim.
Upplýsingar um Jón Laxdal og verk hans má finna á heimasíðunni http://www.freyjulundur.is
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga kl. 12-18 og þriðjudaga til laugardaga kl. 12-16. Sýningin stendur til laugardagsins 18. janúar 2014.
Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Bækur | Breytt s.d. kl. 21:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.