13.10.2013 | 22:39
Norðurljósasögur í Listhúsi í Fjallabyggð
Listhús er stolt af að kynna Norðurljósasögur, samsýningu listamanna um norðurljós. Sýningin samanstendur af ljósmyndum, video myndum, slides myndum, keramik verkum og verkum með blönduðum aðferðum. Þátttakendur eru listamenn bæði innlendir og erlendir, sem koma úr mörgum starfsgreinum.
Við erum jafnframt stolt af að kynna útgáfu bókar okkar Norðurljósasögur frá Tröllaskaga. Bókin inniheldur yfir 80 norðurljósamyndir teknar af 8 ljósmyndurum, ásamt hugleiðingum og minningum þeirra.
Opnunarathöfn verður 18. október kl. 18:00 í Listhús gallerýi og þaðan verður farið í Tjarnarborg á hinn hluta sýningarinnar.
Opnun sýningar og Kynning bókar:
18. október 2013 | kl. 18
Opnunartími:
19. & 20. október 2013 | kl.14-17
26. október 2013 | kl. 16-18
27. október 2013 | kl. 14-18
Staður:
Listhús í Fjallabyggð | Ægisgötu 10, 625 Ólafsfirði | www.listhus.com
Og Menningarhúsið Tjarnarborg Í Fjallabyggð
Höfundar verka:
AndÄ›l Václav (Tékkland) | Aron Ó. Árnason (Ísland) | Eduard Straka (Tékkland) | Fróði Brinks Pálsson (Ísland) | Gísli Kristinsson (Ísland) | Guðbjörg Ý. Víðisdóttir (Ísland) | Heiðrún S. Jónasdóttir (Ísland) | Hólmfríður Vídalín Arngríms (Ísland) | Hrönn Helgadóttir (Ísland) | Ingibjörg E. Davíðsdóttir (Ísland) | Katrín Elva Ásgeirsdóttir (Ísland) | Kristjana Sveinsdóttir (Ísland) | Lára Stefánsdóttir (Ísland) | Lena M.Konráðsdóttir (Ísland) | Magnús Sveinsson (Ísland) | Ryan Wood (Kanada) | Sigurður Ægisson (Ísland)
Upplýsingar: Alice Liu 8449538 or listhus@listhus.com
sækja:http://www.listhus.com/download/exhibition/1310_northernlights_is.pdf
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Bækur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.