26.8.2013 | 10:57
ÁLFkonur með Ljósmyndasýningu á Akureyrarvöku
Í tilefni Akureyrarvöku setja ÁLFkonur upp ljósmyndasýningu í gluggum Sýslumannshússins við Ráðhústorg, Hafnarstræti 107 á Akureyri. Sýningin stendur bara um helgina, fer upp á föstudaginn 30. ágúst og verður tekin niður sunnudaginn 1. september 2013.
Myndirnar sýna fjölbreytta flóru daglegra athafna og viðburða á Akureyri. Menningin er litrík og það kennir ýmissa grasa frá öllum árstímum, enda af nógu að taka þegar kemur að skemmtilegum uppákomum og mismunandi sjónarhornum.
Njótum samverunnar og guðum á glugga mannlífsins!
ÁLF-konur eru:
Agnes Heiða Skúladóttir
Berglind H. Helgadóttir
Díana Bryndís
Ester Guðbjörnsdóttir
Freydís Heiðarsdóttir
Guðrún Kristín Valgeirsdóttir
Gunnlaug E. Friðriksdóttir
Halla S. Gunnlaugsdóttir
Helga H. Gunnlaugsdóttir
Helga Haraldsdóttir
Hrefna Harðardóttir
Kristjana Agnarsdóttir
Lilja Guðmundsdóttir
Linda Ólafsdóttir
Margrét Elfa Jónsdóttir
http://ja.is/kort/?q=index_id%3A55806&x=541756&y=576354&z=9&type=aerial
Nánari upplýsingar gefur sýningarstýran:
Linda Ólafsdóttir sími 867-8000 og á fotolind@gmail.com
og einnig er hægt að sjá meira um ÁLFkonur á www.facebook.com/alfkonur
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.