6.8.2013 | 10:44
Sigrún Guðmundsdóttir opnar sýningu í Flóru
Sigrún Guðmundsdóttir
Nætur(b)rölt
10. ágúst - 28. september 2013
Opnun laugardaginn 10. ágúst kl. 14
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1405164826365683
Laugardaginn 10. ágúst kl. 14 opnar Sigrún Guðmundsdóttir sýningu sem nefnist Nætur(b)rölt í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri.
Á opnuninni mun Sigrún kynna bók sína sem ber sama titil, en hugtök verka hennar endurspeglast á ákveðinn hátt í sögunni.
Bókin samanstendur af örsögum og hugrenningum sem saman mynda eina smásögu. Við fylgjum sögupersónunni eftir yfir eina nótt á flakki á milli hugarheima og staða.
Sigrún Guðmundsdóttir býr og starfar í Hollandi. Hún lauk myndlistarnámi frá AKI í Enschede árið 2008 en var einnig í skiptinámi í School of the Museum of Fine Arts í Boston. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum í Hollandi og sýningin í Flóru er hennar sjöunda einkasýning.
Upplýsingar um Sigrúnu og verk hennar má finna á heimasíðunni www.sigrungudmundsdottir.com
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga til föstudaga kl. 11-18 og laugardaga kl. 13-16 og stendur til laugardagsins 28. september 2013.
Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bækur, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 21:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.