Brynja Harðardóttir opnar sýningu sal Myndlistarfélagsins

píkublóm 

 

Laugardaginn 3. ágúst kl. 14.00-19:00 opnar Brynja Harðardóttir myndlistarsýninguna, Píkublóm, í sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri. Kl. 17:00 sama dag verður Lilý Erla Adamsdóttir með gjörning tengdan málefninu.

 

„Sýningin Píkublóm er lofgjörð til kvenleikans, lífs og vaxtar og endurspeglar þakklæti mitt til kvenna sem hafa rutt brautina með seiglu sinni að bættri stöðu kvenna dagsins í dag. Um leið er sýningin hvatning til allra að halda baráttunni áfram. Samhliða þakklæti eru verkin ádeila á öfgafull fegurðarviðmið sem m.a. birtast í aukinni tíðni á lýtalækningum á píkum".

 

Sýningin er styrkt af Menningarsjóði Akureyrarbæjar og stendur til 11. ágúst. Hún er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og virka daga kl. 17-19. 

 

https://www.facebook.com/events/571533206260320

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband