10.7.2013 | 17:26
Sýningu Hlyns Hallssonar í Kartöflugeymslunni að ljúka
Hlynur Hallsson
Sýning - Ausstellung - Exhibition
08.06. - 12.07. 2013
Kartöflugeymslan, Kaupvangsstræti 29, 600 Akureyri
Nú líður að lokum sýningar Hlyns Hallssonar í Kartöflugeymslunni í Listagilinu á Akureyri. Síðasti sýningardagur er föstudagurinn 12. júlí og sýningin er opin daglega kl. 14-16. Á sýningunni gefur að líta verk frá síðustu 13 árum ásamt nýjum verkum. Þetta eru ljósmynda- textaverk, spreyverk, prent og eitt bókverk.
Hlynur vinnur gjanan með aðstæður, texta, innsetningar, ljósmyndir, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburðir eins og sundferðir, fjallganga eða verslunarleiðangur geta verið efniviður í verkum hans en einnig landmæri, samskipti fólks og viðhorf okkar.
Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni hallsson.de og einnig á bloggsíðunni hlynur.is
Kartöflugeymslan er lítill sýningarsalur sem er rekin í húsnæði arkitektastofunnar Kollgátu kollgata.is
Sýningin verður opin alla virka daga til föstudagsins 12. júlí 2013, frá kl. 14-16.
Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Hlynur í síma 659 4744.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Bækur | Breytt s.d. kl. 17:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.