Tilkynning um Aðalfund Myndlistarfélagsins 6. júní, kl. 20.00

fundir_038 

 

Ágætu félagar

Nú fer að koma að aðalfundi hjá okkur sem haldinn verður fimmtudaginn 6. júní 2013, kl. 20.00 í húsakynnum okkar að Kaupvangsstræti 10, 2. hæð á Akureyri.

Dagskrá fundarins verður með því sniði að farið verður í hefðbundin aðalfundarstörf og nýir aðilar kosnir í stjórn.  Eftirtaldir aðilar hafa lokið sínu tveggja ára tíma bili í stjórn félagsins og eru það Guðrún Harpa formaður og Helgi Vilberg gjaldkeri. Inga Björk sagði sig úr stjórninni í fyrra og Helga Sigríður hætti í stjórn vegna veikinda.  Stefán Boulter og Telma Brimdís voru varamenn og Lárus H.List líkur sínu tímabili á næsta ári. Núna er því brýnt að kjósa þrjá nýja aðila í stjórn ásamt því að kjósa formann og það fólk sem er tilbúið að leggja Myndlistarfélaginu lið og vera partur af starfi og uppbyggingu félagsins geta nú boðið sig fram í stjórn á aðalfundinum í júní. 

Núverandi stjórn hefur náð að vinna vel saman og náð mörgum góðum verkefnum í gegn fyrir félagið og eins hafa aldrei verið eins margar sýningar í Sal Myndlistarfélagsins eins og nú í ár.  Félagið fékk svo rekstarstyrk sem gefur okkur kost á að bæta aðstöðuna hjá okkur og þjónustu við listamenn.  Margt gott hefur náðst í gegn á þessu tímabili sem brátt er á enda og það má því segja að félagið sé í mikilli sókn og það er mjög mikilvægt að við félagsmenn reynum að halda utan um þessa félagsstarfsemi eins vel og við getum svo Myndlistarfélagið nái að dafna vel um ókomna tíð. Við hvetjum því fólk um að gefa sig fram í stjórn, fólk sem vill hafa áhrif á uppbyggingu félagsins, fólk sem hefur ríka þjónustulund og vilja til að gera vel fyrir listafólk sem leitar til félagsins og ekki síður fólk sem hefur áhuga á að skapa góða framtíðarsýn fyrir félagið og vera fyrirmynd þess. 

Sjáumst hress!

Kveðja,

Stjórnin



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband