Málverkasýning Hjördísar Frímann í Ketilhúsinu

HjordisFrimann1 

 

Málverkasýning Hjördísar Frímann opnar í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 18. maí kl. 15. Sýninguna nefnir Hjördís „Spor í áttina – áfangastaður ókunnur“, en leiðangrar hennar  um listheima hafa víða legið. Eftir viðkomu í ljósmyndun féll hún marflöt fyrir málverkinu fyrir tæpum 30 árum og hefur haldið sig við þann miðil allar götur síðan. Á námsárunum við Fagurlistaskólann í Boston málaði hún hömlulaust, lét allt flakka, og ekki dugði minna en risastórir flekar í sköpunina. Þótt vinnubrögðin séu nú önnur er áfangastaðurinn enn ókunnur. Formin eiga hug hennar og hjarta um þessar mundir og litagleðin vísar veginn. Farið er í allar áttir enda formgerðin af margvíslegum toga og blindgöturnar margar. Sjálf segist Hjördís breyta um stíl oft á dag!

„Við erum svo ljónheppinn að Hjördís er lögð af stað í enn eina óvissuferðina og hefur boðið okkur að slást í för með sér. Ég veit ekki hvar ég kem til með að enda, og ég veit ekki með ykkur, en ég ætla að þiggja boðið, taka spor í áttina þótt áfangastaður sé ókunnur – og mikið assgoti hlakka ég til reisunnar!“ segir í umfjöllun Ævars Arnar Jósepssonar í sýningarskrá.

 

Sýningin stendur til 16. júní og er opin alla daga nema mánudaga og þriðjudaga frá kl. 13 til 17. Frá og með 1. júní er opið alla daga nema mánudaga kl. 9-17. Aðgangur er ókeypis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband