Sýningin "Re - member - Iceland" í Verksmiðjunni á Hjalteyri

souvenus_plakat 

 

LAETITI GENDRE / ALBANE DUPLESSIX / VINCENTCHHIM / ISABELLE PAGA


Verksmiðjan á Hjalteyri / 11.05 - 23.06.2013 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com/
Opnun laugardaginn 11. maí kl. 14 :00 / Opið til 10. júní um helgar eingöngu kl. 14 :00-17 :00 og eftir það alla daga kl : 14 :00-17 :00. 

Teleportation / Long Distance Vision / gjörningur frá París til Hjalteyrar / frumfluttur kl. 15:00 / Joseph Marzolla, Luigia Riva, Julie Coutureau.

L'usine de Hjalteyri / 11.05 - 23.06.2013 / Tout en bas de Hjalteyri / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com/
Vernissage Samedi 11 mai à 14 h 00 Ouvert jusqu´au 10 Juin, uniquement le week-end entre 14h00 et 17h00, et par la suite tous les jours de 14 h 00-17h00

Téléportation / Long Distance Vision / Video Mental Performance / 15h00 /

Sýningarstjóri/ commissaire d'exposition: Veronique Legros

Laugardaginn 11. maí kl. 14 :00 opnar sýningin Re – member – Iceland í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Listamennirnir Vincent Chhim, Laetitia Gendre, Albane duplessix og Isabelle Paga þekkja öll Ísland af eigin raun, þau hafa áður ferðast um landið, sýnt, eða unnið hér að myndlistarverkefnum. Þau fást við Kvikmyndalist, innsetningar, teikningar og málverk svo að fátt eitt sé nefnt. Það er ekki gott að segja hvað þau eiga sammerkt, enda koma þau úr ólíkum áttum en þau fylgjast þó öll vel með Íslandi úr fjarlægð og eiga héðan (misáreiðanlegar) minningar sem að þau leggja að nokkru leiti til grundvallar í „RE – MEMBER – ICELAND. 
Á þessari sýningu gefur meðal annars að líta verk sem eru sérstaklega gerð fyrir sýningarstaðinn. 
Á opnun kl. 15 :00 verður einnig frumflutt gjörningaverk, - virtual, gætt innsæi og andlegt fyrir 2 myndlistarmenn og 1 kóreógraf .
Verkið sem heitir TELEPORTATION / LONG DISTANCE VISION frá París til Hjalteyrar er lauslega byggt á vísindalegum rannsóknum IMI, l'institut métaphysique international. Höfundar og flytjendur eru Joseph Marzolla, Luigia Riva, Julie Coutureau.


R E - M E M B E R - I C E L A N D
Kynningartexti sýningar
Listamennirnir á bak við samsýninguna hafa allir í það minnsta einu sinni átt dvöl á Íslandi. Heimkomnir í gömlu álfuna, geyma þeir hana í minni, vitanlega. Samt viðhalda verk þeirra hvers og eins jafnt sem hughrifin stöðugri óvissu. Þau bera vott um óljósar breytingar, jafnvel afbökun á hlutföllum og stærðum. Það sem lagt hefur verið á minnið lýsir skorti á staðgreiningum, næstum undanhaldi hins stundlega. Eftir atvikum, hefði þurft að endurskoða rúmfræðina og fjarvíddina, sjá skipin, ljósmynda, kvikmynda og endurskapa framrás hlutanna; eða öllu heldur, einbeita sér að því sem hendi er næst og framkvæma athöfn, þramma áfram síðan snúast á hæl til að líta yfir farinn veg, tala háum rómi, taka upp steina, teikna til að finna sig aftur.
Svona sýning er tilefni sérstakrar millilendingar listamannana, þar sem verk þeirra sameinuð orsaka þessa nálgun við stað sem að víkur sér undan. Staður sem engu að síður heldur þeim tengdum þrátt fyrir fjarlægðir. Fínlegt meginland - Un continent subtil. « Subtil » orð sem erfitt er að þýða úr frönsku, þýðir hér líklega : mjög hreyfanlegt; erfitt að ná eða snerta


Sýningin verður opnuð laugardaginn 11. maí 2013, kl. 14:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Menningarráði Eyþings og Ásprent en
bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCPgames, Bústólpi og Hörgársveit.

Nánari upplýsingar veitir Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450 



Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com/
https://www.facebook.com/pages/Verksmiðjan-á-Hjalteyri/92671772828


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband