Sýningin Rat Manicure í Hlöðunni, Litla-Garði

rottamednafninu.jpg

Sýningin Rat Manicure verður opnuð í Hlöðunni, Litla-Garði þann 20. apríl næstkomandi. Sýningin byggir á verkum eftir unga konu á einhverfurófi sem gengur undir listamannsnafninu Sockface en heitir Bjarney Anna Jóhannesdóttir og er fædd 1. desember 1992 á Akureyri. Hún gefur nú einnig út sína fyrstu plötu þar sem hún syngur eigin lög og spilar á öll hljóðfæri en hún hefur samið sögur, lög og texta, teiknað og málað frá unga aldri. Utan um lögin á plötunni er byggt mismunandi rými þar sem myndlistin fær að njóta sín og fá áhorfendur næði til að njóta tónlistarinnar í einrúmi.

Sýningin verður opnuð í Hlöðunni, Litla-Garði þann 20. apríl og verður opið frá kl. 14:00-18:00 auk þess sem hún verður einnig opin dagana 21., 27. og 28. apríl á sama tíma.

Nánar á http://www.akureyrivikublad.is/akvbl/mannlifid/2013/04/19/a-rotta-ad-fa-handsnyrtingu/

og viðtal á N4 hér: http://www.n4.is/tube/file/view/3332/f


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband